Svefnpokagallinn er frábær fyrir börn sem eru farin að labba og þau sem henda alltaf af sér sænginni.
Pokinn breytist auðveldlega, með rennilás, úr svefnpoka í galla með skálmum. Skálmarnar auðvelda hreyfingar og minnka hættuna þegar minni börn klifra í/úr rimlarúminu.
Allar ErgoPouch vörurnar uppfylla gildandi staðal EN16781.
Með skálmunum er hægt að festa barnið í 5-punkta belti og því sniðugt að nota pokann á ferðinni þar sem þægilegt er að færa barnið úr bílstól eða kerru yfir í rúmið þegar heim er komið.
Margverðlaunuð vara úr lífrænni bómull og teygjuefni, sem gerir barninu kleift að hreyfa sig auðveldlega í pokanum.
Við mælum með að barnið sé klætt í létt nærföt eða náttföt undir pokanum. Hægt er að aðlaga innri fatnað eftir því hversu heitfengt barnið er og hversu hlýtt er í rýminu sem barnið sefur í.
Hitamælir fylgir með pokanum.
TOG: 2.5 TOG
Svefnpokagallinn sjálfur, fylling og fóður: 100% lífræn bómull.
Ermar og hliðar: 95% lífræn bómull og 5% teygja.
Má þvo í þvottavél.
Stærðir:
8-24M: Samsvarandi stærð 00-2 • 90cm lengd poka • 68-92cm hæð barns