Difrax nefsugan hreinsar hratt og auðveldlega úr nefi barnsins.
Á árangursríkan hátt fjarlægir hún slím og vökva sem geta skapað þrengsli í litlum nefum.
Nýburar yngri en 2 mánaða anda að mestu leyti í gegnum nefið, séu þrengsli til staðar í nefgöngunum geta þeir geta orðið órólegir.
Sugan getur hjálpað til við að losa um nefstíflur barns með kvef eða flensu.
Nefsugan hentar til notkunar allt frá fæðingu.
Stútur sugunnar er sérstaklega lítill svo hann hentar vel fyrir minnstu ungana.
Við notkun skal bleyta upp í stútnum á sugunni. Því næst kreista loft úr gúmmíblöðrunni og leggja stútinn inn í nefhol barnsins svo ekkert loft losni. Þá skal styðja við hina nösina og halda henni lokaðri. Þá skal losa hægt um loftið úr sugunni til að soga slím og vökva í stútinn. Eftir notkun skal þrífa vel og vandlega með volgu vatni og sápu.
Difrax vörurnar eru þróaðar í samvinnu við læknateymi sem m.a. samanstendur af barnalæknum, talmeinatæknum, tannlæknum, mjólkursérfræðingum og næringarráðgjöfum.
Allar Difrax vörurnar eru BPA fríar.